Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Ályktun 65. Fiskiþings

Í ályktun 64. Fiskiþings fyrir ári síðan var því m.a. fagnað að á vettvangi FAO – Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna - hafi náðst samkomulag um alþjóðlegar reglur um umhverfismerkingar sjávarafurða. Þar var bent á nauðsyn þess að sjávarútvegurinn tæki sjálfur þátt í að móta þá þróun, sem framundan væri, varðandi umhverfismerkingar sjávarafurða. Verkefnið framundan er að finna trúverðuga leið til þess að kynna almenningi í markaðslöndum okkar  hvernig staðið er að veiðum nytjastofna við landið.

Í samræmi við þetta hefur Fiskifélag Íslands unnið að þessu verkefni með norrænum samtökum í sjávarútvegi og í nánu samráði við íslensk hagsmunasamtök. Íslenskur sjávarútvegur er vel rekinn og nýting okkar á lifandi auðlindum sjávar þolir samanburð við hvaða aðra fiskveiðiþjóð sem er. Það er hins vegar vandasamt að koma  upplýsingum, sem sanna það, á framfæri. Trúverðugleiki verður að vera hafinn yfir efa og jafnframt þarf að gæta hófs í kostnaði þannig að hvorki framleiðendum né neytendum sé íþyngt fjárhagslega umfram nauðsyn. 

Þeir valkostir, sem nú bjóðast fyrirtækjum í sjávarútvegi í umhverfismerkingum, virðast því miður hvorugu skilyrðinu fullnægja. Þörfin fyrir umhverfismerki eða aðrar færar leiðir til þess að fullnægja þörfum markaðarins á þessu sviði er því fyrir hendi og full ástæða til þess að koma sem fyrst með skynsamlegan valkost við þær leiðir, sem nú er boðið upp á. 

Íslendingar hafa leitt vinnu af þessu tagi undanfarin misseri og um það hefur ríkt samstaða meðal fyrirtækja í greininni og stjórnvalda. Ástæða er til þess að hvetja til áframhaldandi samstöðu um þetta mál innan íslensks sjávarútvegs.. Jafnframt ber að gjalda varhug við þeim, sem bjóða fram þjónustu á þessu sviði án þess að standa vörð um fagleg og óhlutdræg vinnubrögð.

 

 
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.