Veftré     Fyrirspurnir   


Fréttir frá 2002
Yfirlýsing

Tengdar greinar
Dröfnin af stað
Dagskrá 62. Fiskiþings
Af 62. Fiskiþingi
Aðalfundir
Bioterrorism Act of 2002
63. Fiskiþing 2004
Dagskrá 63. Fiskiþings
Frá 63. Fiskiþingi
NKO fundur á Akureyri
NKO fundur á Akureyri
Aðalfundir
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Þorskeldisráðstefna
Aðalfundir
Rannsóknir á Sauðárkróki
Faxaflóaferð skólaskipsins
Fundur um "umhverfismerkingar"
Aðalfundur 2007
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar
Skólaskipið Dröfn RE-35 á höfuðborgarsvæðinu í nóvember


Maður ársins hjá IntraFish

29. maí 2006

Sjávarútvegsblaðið IntraFish hefur útnefnd John Connelly sem mann ársins árið 2006.  Connelly er framkvæmdastjóri National Fisheries Institute (NFI) í USA sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja í sjávarútvegi þar í landi.  Auk þessa er Connelly framkvæmdastjóri International Coalition of Fisheries Association (Alþjóðasamtök fiskifélaga, eða ICFA en Fiskifélag Íslands er einmitt meðlimur í þeim samtökum.  Í gegnum ICFA hefur Fiskifélagið átt í ágætu samstarfi við bæði NFI og Connelly og m.a. var Connelly einn af aðal fyrirlesurunum á 65. Fiskiþingi í apríl s.l. þar sem hann flutt áhugavert og fróðlegt erindi. 

Útnefning John Connelly þarf ekki að koma á óvart því að á þeim 3 árum sem hann hefur verið hjá NFI hafa samtökin breytt um áherslur og aðferðir sem miða að því að bæta ímynd sjávarafurða hjá neytendum.  Það gerir Connelly og hans fólk hjá NFI með hnitmiðuðum og einföldum skilaboðum þar sem lögð er áhersla á hollustu sjávarafurða, - fiskur er góður fyrir þig.  NFI hefur verulega aukið þann þátt sem snýr að almannatengslum og samskiptum við fjölmiðla, sífellt er verið að flytja góðar fréttir af sjávarútveginum og brugðist er hratt við þegar neikvæðar fréttir berast.  Raunar hefur það fjármagn sem NFI notar í þennan þátt verið sjöfaldað.  Annar mikilvægur þáttur í starfsemi NFI eru samskiptin við stjórnvöld þar sem sífellt er verið að gæta að hagsmunum greinarinnar.  Enda er skrifastofa NFI staðsett í Washington DC í námunda við þingið, ráðuneyti og helstu stofnanir.  Í Bandaríkjunum hefur neysla sjávarafurða aukist umtalsvert síðustu misserinu og telja margir að vinna Connelly og félaga hjá NFI hafi þarf haft töluverð áhrif.

Einnig er gaman að geta þess að undir stjórn Connelly hefur starfsemi ICFA samtakanna vaxið og m.a. ný félög gengið í samtökin, nú síðast SONAPESCA í Chile.

Fiskifélag Íslands fagnar útnefningu Connelly´s og telur að hann sé öflugur talsmaður sjávarútvegsins.
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.