Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti

Pétur Bjarnason
16. mars 2007

Í “Yrkesfiskaren” , blaði sænsku sjómannasamtakanna, 5. tölublaði þessa árs má lesa eftirfarandi pistil: 

“Sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins, sem hvetur til brottkasts þúsunda tonna af dauðum fiski, er siðferðilega röng og hana þarf að bæta. Þetta sagði Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópubandalagsins um miðjan febrúar við blaðið Financial Times (FT).

Nú í mars mun sjávarútvegsstjórinn Borg hafa frumkvæði að breytingum sem eiga að leiða til þess að brottkasti fisks linni.  “Við sóum dýrmætum auðlindum” segir Joe Borg í viðtalinu. 

Kvótakerfið, sem notað er, leiðir til þess að margir togarar kasta út fyrir borðstokkinn verðlitlum fiski. Joe Borg bendir í stað þessa ástands á þann hátt, sem Norðmenn og Íslendingar hafa, að banna alfarið brottkast. 

I heiminum öllum er talið að heildarmagn brottkasts fisks sé u.þ.b. 8% að sögn FT samkvæmt útreikingum Sameinuðu þjóðanna, en á ákveðnum svæðum við Skotland og Írland er um að ræða brottkast allt að 90%.

Nærri 880 000 tonnum af dauðum fiski er hvert ár kastað í Norðursjóinn. Hollenski bómutrollflotinn einn kastar nærri helming af ársafla sínum aftur í sjóinn. 

Joe Berg á von á mikilli andstöðu, þegar hann ætlar í júní n.k. að kynna ríkistjórnum Evrópubandalagslandanna umbótaáætlun á þessu sviði og segir við FT að hinir 240 000 fiskimenn bandalagsins hafi engin langtíma sjónarmið í heiðri, ef þessar umbætur komist ekki á.

Það eru of margir fiskimenn og of mörg fiskiskip. Við þurfum bæði að fækka fiskimönnum og minnka sóknina.”

Þannig er pistillinn í “Yrkesfiskaren” og enn einn vitnisburður um að sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins er að komast í gjaldþrot. Það er líka skemmtilegur vitnisburður að svo hátt settur embættismaður skuli líta til Íslands til þess að læra hvernig á að bregðast við brottkasti. Það er aðeins á skjön við málflutning sumra þeirra , sem taka þátt í opinberri umræðu hér á landi um sjávarútvegsmál!

 
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.