Veftré     Fyrirspurnir   


Fréttir frá 2002
Yfirlýsing

Tengdar greinar
Dröfnin af stað
Dagskrá 62. Fiskiþings
Af 62. Fiskiþingi
Aðalfundir
63. Fiskiþing 2004
Dagskrá 63. Fiskiþings
Frá 63. Fiskiþingi
NKO fundur á Akureyri
NKO fundur á Akureyri
Aðalfundir
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Þorskeldisráðstefna
Aðalfundir
Rannsóknir á Sauðárkróki
Faxaflóaferð skólaskipsins
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Aðalfundur 2007
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar
Skólaskipið Dröfn RE-35 á höfuðborgarsvæðinu í nóvember


Bioterrorism Act of 2002

Á 61. Fiskiþingi 2002 flutti Justin Leblanc frá National Fisheries Institute í USA fyrirlestur um væntanlega lagasetningu Bandaríkjaþings um líftæknihryðjuverk í kjölfar atburðanna 11. september 2001.   Í erindi Justins kom fram að væntanleg lagasetning myndi hafa mikil áhrif á útflytjendur sjávarafurða til Bandaríkjanna.  Þann 12. júní 2002 skrifaði svo Bush forseti undir lögin (Bioterrorism Act). 

Það kemur svo í hlut Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) að setja reglur til að framfylgja lögunum.  FDA gaf svo út tvær reglugerðir þann 10. okt 2003 sem taka gildi 12. desember næstkomandi.  Önnur reglugerðin kveður á um að öll fyrirtæki sem koma að útflutningi matvæla til Bandaríkjanna (vinnslur, geymslur, hafnir, flutningafyrirtæki) skulu skrá sig hjá Matvæla- og lyfjaeftirlitinu.  Hin reglugerðin kveður á um skyldu til að tilkynna fyrirfram um allar matvælasendingar til Bandaríkjanna, sama hvert umfang þeirra er.  

Við fyrstu sýn virðist að verið sé að færa skrifræðið upp á nýtt stig með þessum reglum og vandséð er hvernig þær koma til með að draga úr líkum á því að menguð matvæli komist til Bandaríkjanna.  Auk þess má rifja það upp að í fyrrnefndum fyrirlestri Justin Leblanc á Fiskiþingi kom fram að flestir sérfræðingar telja miklu líklegra en annað að ef matvæli verða notuð til að fremja hryðjuverk þá muni uppruni þeirra vera innan Bandaríkjanna sjálfra.

Ljóst er að útflutningsaðilar eiga fyrir höndum mikla vinnu næstu vikur og mánuði við að kynna sér þessar reglur, skrá fyrirtæki sín og koma tilkynningarskyldunni í gagnið.  Ferkari upplýsingar má finna á vef FDA og á vef VUR, viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. 

 
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.