Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?

Pétur Bjarnason
31. mars 2004
 
Sennilega var það tilviljun að það bar upp á svipaðan tíma að kynnt var í fjölmiðlum niðurstaða rannsóknar um að umhverfishyggja Íslendinga væri að minnka og að leiðrétta þurfti fulltrúa svokallaðra umhverfisverndarsinna oftar en einu sinni um hvað birst hafði opinberlega um hvalarannsóknir Íslendinga 1986 til 1989 þegar stundaðar voru vísindaveiðar á hval við Ísland.

Því var haldið fram að ekkert hefði um þær rannsóknir frést opinberlega. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar leiðréttu þetta og virðist ljóst að sennilega hafa þessar vísindaveiðar lagt meira af mörkum til þekkingar á fæðuvali hvala en nokkur önnur aðgerð og er þó enn mikilvægt að auka við vitneskjuna. Í þetta sinn voru það samtök, sem kalla sig International Fund for Animal Welfare, sem komu málinu á framfæri en þetta var hvorki í fyrsta né annað sinn sem leiðrétta þurfti svokallaða umhverfisverndarsinna í þessu máli og það er ómögulegt að trúa því að ekki hafi verið fullyrt gegn betri vitund.

Ég held að alvöru umhverfisverndarsinnar þurfi að hugleiða hvort ekki sé hugsanlegt samhengi á milli hárra upphrópanna, þar sem lygi, hálfsannleikur, innistæðulausar fullyrðingar og dylgjur gefa oft tóninn, og þess að Íslendingar, sem lifa í nánara tengslum við náttúruna en flestar þjóðir, skuli sýna minnkandi “umhverfishyggð” eins og umhverfisvernd birtist nú um stundir. Jakop Björnsson fyrrverandi orkumálastjóri setti í Mbl. 8. mars, s.l. fram kenningu um af hverju svo er komið, þar sem hann segir að áróðurinn gegn Kárahnjúkavirkjun hafi þegar verst lét haft áhrif í þessa veru. Ég held að talsvert sé til í þeirri kenningu enda voru mótrök sem Árni Finnson notað í svargrein í sama blaði þremur dögum síðar ekki sannfærandi.

Íslendingar eru umhverfisverndarsinnar. Ekki bara af hugsjón heldur einskærri nauðsyn. Þeir sem eru jafn háðir umgengni við náttúruna og Íslendingar geta ekki annað en verið umhverfisverndarsinnar. Það þýðir ekki að ekkert megi gera. Hinn viti borni maður þarf að meta og vega öll inngrip í náttúruna, - hverju er fórnað og hver ávinningurinn er - og átta sig á að sum inngrip eru nauðsynleg. Mér finnst Jakop Björnsson hafa á vettvangi Mbl. oft bent með skynsamlegum hætti á þessar staðreyndir. Ég held að svarið við spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar sé neitandi en hitt er líklegt að Íslendingar taki í meiri mæli en áður fullyrðingar um umhverfisvernd með fyrirvara.

Geinin birtist í Morgunblaðinu í mars 2004
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.