Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð

Pétur Bjarnason
19. apríl 2004

Í leiðara 7. tölublaðs ársins í “Yrkesfiskaren”, sem er blað sænsku sjómannasamtakanna,  er fjallað um hið opinbera skrifræðis- og eftirlitskerfi sem sænskur sjávarútvegur býr við.

Niðurstaða úr athugun sænskra blaða- og fréttamanna frá Gautaborg um þetta mál leiðir í ljós að það séu nálega 1000 fiskimenn sem munstraðir séu á fiskiskip- og báta sem eru lengri en 12 metrar en þeir opinberu starfsmenn sem vinna við stjórnun og eftirlit vegna þessara sjómanna eru 980. Í leiðaranum kemur fram að kostnaður vegna þessa mikla starfs sé 879 milljónir sænskar krónur á ári en að aflaverðmæti þess afla sem opinberu embættismennirnir eru að stjórna og hafa eftirlit með sé um tíu milljónum minna eða 869 milljonir sænskra króna.

Þótt sænskir séu ekki alltaf að súta opinberan kostnað hefur þessi niðurstaða valdið nokkrum titringi og m.a. hefur landbúnaðarráðherra þeirra Ann-Christin Nykvist ákveðið að kanna frekar eftirlitskerfið vegna sænsks sjávarútvegs. 

Hér á landi er eftirlitskerfið ekki orðið jafn “þróað” og í Svíþjóð þótt umfangið sé í vaxandi mæli áhyggjuefni ýmissa innan greinarinnar. Ef til vill hefðum við gagn af því að fylgjast með hvað könnunin í Svíþjóð leiðir af sér.
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.