Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Frá 63. Fiskiþingi

63. Fiskiþing var haldið á Grand Hótel föstudaginn 14. maí.  Þingið bar yfirskriftina “Umhverfis- og markaðsstarf” og voru þar flutt mjög fróðleg erindi um þær breytingar sem eru að vera á markaðinum, og þá sérstaklega hvernig umhverfismálin hafa stöðugt meiri áhrif á viðhorf og hegðun neytenda.

Eftir að Pétur Bjarnason formaður Fiskifélags Íslands hafði sett þingið, ávarpaði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra þingið.  Ron Bulmer, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Fishery Council of Canada fjallaði á skemmtilegan hátt um þá nýju strauma sem eru allsráðandi á mörkuðum fyrir sjávarvörur.  Ron hefur áralanga reynslu að þessum málum og er þekktur fyrir skarpa sýn á stöðuna. 

Sveinn Víkingur Árnason, sérfræðingur hjá RF fjallaði um rekjanleika sem er atriði sem sífellt verður mikilvægara í markaðsstarfinu.  Erindi Sveins var ítarlegt og fróðlegt. 

Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá LÍÚ og varaformaður Fiskifélags Íslands fjallaði um umhverfismerkingar á fiskafurðir.  Kristján hefur mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði og var erindi hans upplýsandi.

Loks helt Þorgeir Pálsson, rekstrarráðgjafi hjá IMG Deloitte, erindi um hinn “nýja” viðskiptavin.  Skemmtilegt erindi sem vakti menn til umhugsunar.  

Í lokin voru svo pallborðsumræður sem sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnaði af mikilli snilld.  Í pallborðinu voru auk þeirra Þorgeirs Pálssonar og Kristjáns Þórarinssonar sem áður hafa verið nefndir, þeir Kristján Davíðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri HB-Granda hf., Eyþór Ólafsson, forstjóri E. Ólafsson ehf. og Indriði Ívarsson, sölustjóri hjá Ögurvík hf.  Umræðurnar voru líflegar og komu margar fyrirspurnir utan úr sal.   

Fiskifélag Íslands þakkar öllum þeim sem tóku þátt í 63. Fiskiþingi fyrir þátttökuna. 

Þau erindi sem flutt voru á Fiskiþingi og eru tiltæk má nálgast hér.
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.