Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk

Pétur Bjarnason
25. maí 2004

Í leiðara norska blaðsins “Fiskaren” 14. maí er fjallað um nýlega skýrslu WWF (Alþjóðanáttúrverndarsjóðsins) um væntanleg dapurleg örlög síðasta þorsksins. Í skýrslunni er að sögn “Fiskarens” staðhæft að svo kunni að fara að þorskstofnar heimsins líðu undir lok innan 15 ára.

Blaðið leggur síðan mat á þessa ályktun og kemst að því að “í besta falli verði að kalla skýrsluna misvísandi” og síðar í leiðaranum stendur, “Að fullyrða eins og WWF gerir, að það verði ekki hægt að finna atlantshafsþorsk á mörkuðum eftir 15 ár er eingöngu bull. Stjórnun þorskveiða í Barentshafi, við Ísland og við Færeyjar er of þróuð til þess að það geti gerst.”

Það er í reynd undarlegt hve oft virðuleg samtök eins og WWF gera sig sek um misvísandi ummæli, hálfsannleika, lygar og villandi upplýsingar. Með slík samtök leiðandi í umræðunni er engin von til þess að hún verði málefnaleg og þó eru á þessu sviði mörg samtök verri en WWF. Umræða um umhverfismál er oft á tíðum á miklum villigötum og má iðulega efast um að náttúruvernd sé hið raunverulega markmið þeirra sem mest hreikja sér.

Við sem lifum á því að nýta auðlindir sjávar í vesturhluta Norðurlanda eigum allt undir því að nýta þær skynsamlega. Við getum verið ósammála um hvernig við stjórnum fiskveiðum og við getum notað stór orð í hita leiksins. Við mundum hins vegar aldrei láta það yfir okkur ganga að ganga svo nærri nytjastofnum okkar í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir að þeir nálgist útrýmingarhættu. Og við erum í miklu betri aðstöðu til þess að meta ástandið heldur en atvinnumótmælendur í WWF.
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.