Veftré     Fyrirspurnir   


Fréttir frá 2002
Yfirlýsing

Tengdar greinar
Dröfnin af stað
Dagskrá 62. Fiskiþings
Af 62. Fiskiþingi
Aðalfundir
Bioterrorism Act of 2002
63. Fiskiþing 2004
Dagskrá 63. Fiskiþings
Frá 63. Fiskiþingi
NKO fundur á Akureyri
Aðalfundir
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Þorskeldisráðstefna
Aðalfundir
Rannsóknir á Sauðárkróki
Faxaflóaferð skólaskipsins
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Aðalfundur 2007
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar
Skólaskipið Dröfn RE-35 á höfuðborgarsvæðinu í nóvember


NKO fundur á Akureyri

10. ágúst 2004

Árlega halda norrænir ráðherrar, sem fara með sjávarútvegs-, landbúnaðar-,
matvæla- og skógræktarmál fundi með embættismönnum og fulltrúum þessara atvinnugreina.  Ísland fer með formennsku í þessu starfi í ár og verður fundurinn haldinn á Akureyri dagana 12. og 13. ágúst 2004.

Þeir fundir sem verða haldnir eru af margvíslegu tagi. Fyrir utan sameiginlegan fund, þar sem ráðherrar, embættismenn og fulltrúar allra atvinnugreinanna mæta, verða sérfundir embættismanna og fundir sem fulltrúar atvinnugreinanna halda sín á milli. Fiskifélagið stendur fyrir almennum fundi fulltrúa sjávarútvegs á norðurlöndum á fimmtudag þar sem kynnt verða ýmis mál sem eru ofarlega á baugi í alþjóðlegri umræðu um sjávarútveg og rætt um hugsanlegt samstarf hagsmunasamtaka greinarinnar á norðurlöndum.  Þá stendur félagið fyrir vinnufundi um umhverfismerki sjávarafurða, en félagið hefur látið þau mál verulega til sín taka á undanförnum árum.
Alls hafa rúmlega 200 manns boðað komu sína til Akureyrar í tilefni þessara funda og þar af munu 13 ráðherrar koma.

 
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.