Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Listin að segja “rétt” frá

Pétur Bjarnason
19. ágúst 2004

Í leiðara ágústheftis tímaritsins “IntraFish”, sem gefið er út í Noregi er fjallað um viðbrögð fjölmiðla í Bretlandi við ábendingum, sem opinber stofnun þar í landi “Food Standard Agency” (FSA) birti nýlega, um í hve miklu mæli ráðlegt er að borða feitan fisk.  Þessar ábendingar fela það m.a. í sér að ekki sé ráðlegt að borða feitan fisk eins og síld, makríl, lúðu, silung og lax oftar en fjórum sinnum í viku.

Síðan lýsir leiðarahöfundur því hvernig frá þessari skýrslu var greint í annars vegar “The Sun”, sem þykir ekki alltaf vant að virðingu sinni, og hins vegar í “The Guardian” sem þekkt er að öllu hógværari umfjöllun um menn og málefni.  Í stuttu máli er það dómur leiðarahöfundar að “The Sun” hafi slegið því upp hve hættulegt það sé að borða viðkomandi fisktegundir en “The Guardian” hafi skýrt frá efnisatriðum í því sem frá FSA kom og látið lesendum eftir að draga af því niðurstöðu. 

Það má draga viðbrögð blaðanna saman á þann hátt að fyrrnefnda blaðið hafi náð að skapa stemmingu og hugsanlega selt eitthvað fleiri eintök þennan daginn jafnframt því að rugla lesendur í ríminu en hið seinna hafi sinnt þeirri skyldi sinni að upplýsa og fræða lesandann og hjálpa honum til þess að bregðast við ef honum sýnist þess þurfa. 

Þetta dæmi úr raunveruleikanum kennir okkur tvennt.  Annars vegar að á sumum blöðum og fjölmiðlum er ekkert mark á takandi og hitt að það er erfitt og vandasamnt að upplýsa neytendur og almenning um staðreyndir lífsins í því samfélagi sem íbúar vesturlanda (og sennilega fleiri svæða jarðar) búa við.
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.