Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Ályktun 64. Fiskiþings 2005

Í ályktun 63. Fiskiþings var bent á breyttar markaðsaðstæður í kjölfar aukinnar vitundar almennings um umhverfismál. Kröfu almennings um að vel sé staðið að nýtingu villtra fiskistofna var fagnað og bent á að hagsmunir sjávarútvegs og neytenda fari saman í því tilliti. Lögð var áhersla á nauðsyn þess að móta alþjóðlegar reglur um umhverfismerki fyrir sjávarafurðir, en slíkum merkjum er ætlað að flytja neytendum þann boðskap að það hráefni, sem viðkomandi afurð var unnin úr, hafi verið aflað á sjálfbæran hátt.

Íslendingar eru og verða um ókomna tíð afar háðir sjávarútvegi. Sjálfbærni við nýtingu fiskistofna er nauðsyn, sem allir gera sér grein fyrir. Íslendingum ber að vera umhverfisverndarsinnar í þeirri merkingu að góð og skynsöm umgengni og nýting náttúruauðlinda er lykillinn að gæfu okkar og lífskjörum. 

Íslendingar hafa náð góðum tökum á fiskveiðum, fiskvinnslu og markaðssetningu. Þekking aðila á þeim sviðum hefur lagt grunninn að velferð þjóðarinnar. Það er hins vegar mikilvægt að gera sér grein fyrir að gæfa og gengi sjávarútvegs ræðst nú að miklu meira leyti en áður af ástandi á mörkuðum. Samningar milli ríkisstjórna um aðgang að mörkuðum eru mikilvægir og að þeim hefur verið ötullega unnið mörg undanfarin ár. Alþjóðlegar reglur um verslun og viðskipti með sjávarafurðir eru oft á dagskrá og skiptir okkur miklu hvernig til tekst. Það er einnig afar mikilvægt að greinin sjálf bregðist á trúverðugan hátt við þeim breyttu markaðsaðstæðum sem bent var á í ályktun 63. Fiskiþings. Krafa kaupenda og neytenda um trúverðugar upplýsingar um fiskstofna og nýtingu þeirra er vaxandi og þeim upplýsingum þarf að koma á framfæri.

Á þessu sviði hefur ýmislegt áunnist frá síðasta Fiskiþing. Fiskimálanefnd FAO samþykkti á fundi sínum í mars s.l. alþjóðlegar leiðbeiningar fyrir umhverfismerki. 64, Fiskiþing fagnar þeim árangri og þakkar þeim er að því stuðluðu. Það lögðu margir hönd á plóg til þess að tryggja þá niðurstöðu sem náðist og mikilvægi framlags Íslands í því máli – bæði úr opinbera geiranum og úr greininni sjálfri - verður ekki ofmetið. 

Þá má einnig benda á starf Fiskifélags Íslands í Alþjóða samtökum fiskifélaga og samstarf við samtök innan atvinnugreinarinnar á norðurlöndum, þar sem leitast er við að ná samstöðu um skoðanir og áherslur íslensks sjávarútvegs á ýmsum hagsmunamálum greinarinnar.

Við íslenskum sjávarútvegi blasa eðlilega mörg mikilvæg verkefni. Réttur þjóða til að nýta lifandi auðlindir sjávar er ekki jafn sjálfsagður og áður var og krafan um að nýting auðlindanna sé stunduð á forsvaranlegan hátt og af virðingu fyrir náttúrunni er sterk. Undir þá kröfu geta allir tekið þótt sjónamið hvernig þeirri kröfu verði mætt séu misvísandi. Það er afar mikilvægt að greinin sjálf taki meiri  þátt í að móta þá vaxandi umræðu um nýtingu auðlinda hafsins sem nú sér stað.
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.