Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Seafood and Health 2005

JSK
15. desember 2005

Dagana 5. – 7. desember s.l. var haldin ráðstefna í Washington DC um heilnæmi sjávarafurða.  Íslenska sjávarútvegsráðuneytið var einn af stuðningsaðilum ráðstefnunnar. Það var dágóður hópur frá Íslandi sem mætti á ráðstefnuna og var starfsmaður Fiskifélagsins meðal þeirra.  Ráðstefnan var vel sótt og voru ráðstefnugestir eitthvað á fjórða hundraðið. 

Ráðstefnan bar yfirskriftina Seafood and Health 2005, Questions and Answers og var í raun haldin í tilefni af annarri ráðstefnu með sömu yfirskriftinni sem var haldin fyrir 20 árum.  Á þeirri ráðstefnu komu fram fyrstu vísindalegu niðurstöðurnar um áhrif omega 3 fitusýranna á heilsu fólks, en fram að því hafði ekki verið fjallað mikið um það efni.  

Ráðstefnan stóð yfir í þrjá daga og fluttu fjölmargir fyrirlesarar þar gríðarlega mikið efni um þau áhrif á þroska, heilsu og líðan sem neysla sjávarafurða hefur.  Sífellt eru að koma fram nýjar niðurstöður rannsókna sem renna styrkari stoðum um það hvað neysla fisks er mikilvæg.  Á ráðstefnunni voru m.a. flutt erindi um jákvæð áhrif fiskneyslu á sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, liðagigt og krabbamein.  Þá kom einnig fram að omega 3 fitusýrurnar eru mjög mikilvægar fyrir þroska heilans.  Rannsóknir hafa sýnt að omega 3 hjálpa til við að koma í veg fyrir námsörðugleika og lesblindu hjá börnum og börn sem fá nóg af omega 3 frá mæðrum sýnum á meðgöngu og með brjóstamjólk eiga auðveldara með að læra og greindarvísitala þeirra er örlítið hærri en meðaltalið segir til um.  

Eitt var það þó sem kom sumum Íslendingunum á óvart, þ.e. hvað sumir og þá sérstaklega Bandaríkjamenn eru uppteknir af kvikasilfursmengun í fiski.  Þrátt fyrir að slík mengun sé í nær öllum tilfellum langt undir öllum hættu- og viðmiðunarmörkum þá hefur þetta orðið að stórmáli.  Hið rétta er að börn í móðurkviði geta orðið fyrir kvikasilfursmengun frá mæðrum sínum og hlotið skaða af.  Til að svo geti orðið þurfa mæðurnar að borða fæðu sem inniheldur verulegt magn af kvikasilfri.  Slíkt magn af kvikasilfri er hægt að fá með því að borða margar máltíðir af ákveðnum fisktegundum, t.d. sverðfiski og túnfiski.  Þessi áhætta, sem verður þrátt fyrir allt að teljast lítil, varð þessa valdandi að bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) gaf út ráðgefandi upplýsingar um ráðlagða fiskneyslu barnshafandi kvenna.  

Líkt og algengt er með slíkar opinberar ráðleggingar þá eru þær ekki sérstaklega auðskyldar og skýrar.  Ef rýnt er í þær má sjá að þar er því beint til ófrískra kvenna að takmarka neyslu fisk við ca. 2 máltíðir á viku og sleppa ákveðnum fisktegundum alveg.  En skilaboðin sem fjölmiðlar, ýmis neytendasamtök o.fl. lásu úr ráðleggingunum voru þessi; EKKI BORÐA FISK, því hann er fullur af kvikasilfri sem veldur því að fóstur verða fyrir skaða og börn vanþroska.  Á ráðstefnunni kom fram að jafnvel sumir læknar ráðleggja ófrískum konum að sleppa alveg fiskneyslu vegna kvikasilfursmengunar. Fullvíst má telja að þessi ráðgjöf FDA hafi leitt til þess að konur sem eru ófrískar eða með börn á brjósti hafi dregið úr fiskneyslu.  

Í ljósi þess hvað omega 3 er talið hollt fyrir þroska heilans og fyrirbyggjandi áhrif þeirra á ýmsa sjúkdóma þá má alveg spyrja sig að því hvort ráðleggingarnar hafi gert meira ógagn en gagn?  Og auðvitað hafa ýmis umhverfissamtök gripið þetta á lofti og notað í lymskufullum áróðri sýnum gegn fiskveiðum. 

 

 

 
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.