Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Faxaflóaferð skólaskipsins
3. febrúar 2006

Undanfarin ár hefur sjávarútvegsráðuneytið staðið fyrir rekstri skólaskips fyrir nemendur 9. og 10. bekkja grunnskóla landsins.  Nú hefur verið ákveðið að bjóða skólunum við Faxaflóa uppá námsferðir 13. febrúar til 24. mars n.k.  Alls eru 60 ferðir í boði sem er umtalsverð aukning frá síðustu árum enda hefur alls ekki tekist að mæta eftirspurninni. 

Eins og áður verður skólaskipið Dröfn RE 35 notað við verkefnið og munu sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnuninni ásamt áhöfninni annast fræðsluna um borð.  Að öðru leyti annast Fiskifélagi Íslands verkefnið. Í ferðunum fá nemendur að kynnast sjávarútveginum og vinnunni um borð í fiskiskipum. Líffræðingur frá Hafrannsóknastofnuninni verður með í för, fræðir þá um hinar ýmsu sjávarlífverur og kynnir starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar.  Skipstjórinn kynnir fyrir nemendum stjórntæki skipsins, veiðarfæri og vinnslulínu. Siglt er úr höfn og trollinu kastað. Þegar búið er að toga fá nemendur að gera að aflanum undir handleiðslu áhafnarinnar og líffræðings. Óhætt er að segja að um sé að ræða metnaðarfulla dagskrá þar sem nemendur kynnast mörgum hliðum á þessari mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga.

Búið er að senda bréf í alla grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólaskipið er kynnt og skólunum boðið að taka þátt í verkefninu.  Ferðirnar eru skólunum að kostnaðarlaus.  Frekari upplýsingar má fá hjá Fiskifélagi Íslands í síma 551-0500 eða með tölvupósti.
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.