Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?

Pétur Bjarnason
5. júní 2007

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiði næsta fiskveiðiárs veldur eðlilega miklum ugg.  Áfram er sú vísa kveðinn – ef marka má umræður í fjölmiðlum fyrstu dagana eftir að ráðgjöf þessa árs birtist - að þrátt fyrir ráðgjöf stofnunarinnar um langa hríð hafi ekki tekist að byggja upp þorskstofninn og því þurfi að leita annarra leiða.

Hvað er til í þessu? Mér virðist fjölmiðlaumræðan ekki vekja næga athygli á þeirri staðreynt að það hefur alls ekki verið farið eftir ráðgjöf stofnunarinnar varðandi þorsk undanfarin ár og í raun ekki nema í undantekningatilvikum eftir að aflamarkskerfið var tekið upp. Þegar ráðgjöf stofnunarinnar var kynnt s.l. laugardag var það upplýst að veiðiálag á þorskveiðistofninn hafi verið 31% á síðasta ári. Þá er ekki tekið tillit til hugsanlegs brottkasts, svindls framhjá vigt eða annars afla, sem ekki hefur ratað á löglegan hátt í hagtölur. 

Það var rifjað upp að á sínum tíma hefði sú stefna verið lögð af langtímanefndinni svokölluðu að rétt væri að miða afla við 22% af veiðistofni. Ákvörðunin sem tekin var í framhaldi af þessu nefndaráliti var sú að veiða árlega 25% af veiðistofninum. Í raun er síðan veitt 31% + eitthvað meira. Er því rétt að spyrja hvort ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hafi brugðist? Er ekki réttara að spyrja: Af hverju hefur ekki verið farið eftir ráðgjöf stofnunarinnar? Hvað myndi gerast varðandi þorskstofninn ef við færum eftir ráðleggingum stofnunarinnar? Við verðum að viðurkenna að það hefur ekki verið reynt.

Það er ljóst að staðan er afar alvarleg. Vandamálið felst annars vegar í of litlum hrygningarstofni og hins vegar í of einsleitum hrygningarstofni þar sem stóra og gamla fiskinn vantar. Nýlíðun næstu ára virðist vera léleg og þær aðgerðir sem grípa þarf til miða fyrst og fremst við að stækka hrygningarstofninn. Það virðist talsvert mörg ár í það að unnt verði að auka aflann.

Ég er hræddur um að þetta sé hin napra staðreynd, sem Íslendingar þurfa að sætta sig við.

 
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.