Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiði á næsta fiskveiðiári og ákvörðun ráðherra í kjölfar hennar hefur vakið margvísleg viðbrögð. Eðlilega hafa talsmenn fyrirtækja og byggða velt fyrir sér afleiðingum þessa samdráttar en ég hefði jafnframt viljað sjá þessa aðila hugleiða þá stöðu, sem fyrirtæki og byggðir verða í til frambúðar, verði ekki farið eftir tillögum stofnunarinnar. En það er annað sem ég ætla að fjalla um hér.

Breytt fiskveiðistjórnun

Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta lagi að niðurstaða vísindamanna bendi til þess að breyta þyrfti um aðferðir við stjórn fiskveiða. Þetta er að mínu mati algjör rökleysa. Menn geta auðvitað verið með eða á móti aflamarkskerfi og þeir, sem á móti eru, mættu mjög gjarnan lýsa því með meira sannfærandi hætti en gert hefur verið hvaða aðferð hentar okkur betur en aflamarkskerfið. Hins vegar er það sama í hvaða kerfi fiskistofn er ofveiddur. Niðurstaðan er sú sama. Verkefnið er að halda sig við þann afla sem ráðlegt er að veiða og þar höfum við brugðist. Samskonar lausatök og beitt hefur verið hjá okkur hefði auðvitað leitt til sömu niðurstöðu sama hvaða aðferð til fiskveiðistjórnunar væri notuð.

 

Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?

Í öðru lagi hefur blossað upp sú umræða að flytja beri Hafrannsóknastofnun undan sjávarútvegsráðuneytinu. Það ætti bara að flytja hana eitthvað annað en helst til menntamála- eða umhverfisráðuneytisins. Að þessi umræða tengist ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar er auðvitað umhugsunarvert í sjálfu sér, en það er rétt að staldra við þau rök, sem nefnd hafa verið.

Sagt er að áhrif hagsmunaaðila og ráðherra á niðurstöður stofnunarinnar séu  mikil. Sagt er að starfið miði í fyrst og fremst að því kanna veiðiþol nytjastofna við landið og vöktun af ýmsu tagi en grunnrannsóknir sitji á hakanum.

Og hvað er svo til í þessu. Að vissu leyti er þetta allt rétt og satt, nema hvað vísindamenn stofnunarinnar eru ekki undir hælnum á hagsmunasamtökum né ráðuneyti hvað varðar störf sín eða niðurstöður. Það er engin aðili í þjóðfélaginu þess umkominn að segja vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar hvað koma eigi út úr rannsóknum þeirra. Auk þess eru niðurstöður starfsmannanna lagðar fyrir óháða vísindamenn við alþjóðlegar stofnanir þannig að sveigð niðurstaða að ímynduðum hagsmunum er ekki hugsanleg.

En þegar sagt er að þær ábendingar, sem sumir vilja meina að séu rök fyrir flutningi stofnunarinnar í annað ráðuneyti, séu réttar, þá skal einnig á það bent að það eru einmitt rök fyrir þvi að hafa umhverfi hennar óbreytt. Að mínu mati eru aðalverkefni Hafrannsóknastofnunar að rannsaka og þekkja sem best öll þau atriði sem ráða því að hve miklu leyti er æskilegt að nýta okkar nytjastofna í hafinu með það að markmiði að arður okkar af þessum auðlindum okkar verði sem mestur til langs tíma litið. Hafrannsóknastofnunin er í raun tæki samfélagsins til þess að stuðla að því að staðið sé sem best að nýtingu auðlinda í hafinu með langtíma hagsmuni að leiðarljósi. Þetta tæki á að nota þannig að það nýtist sjávarútvegi sem best og því er mjög æskilegt að greinin hafi verulega um það að segja hvernig því er beitt. Er þetta ekki líka markmið stjórnenda fyrirtækja í greininni? Er þetta ekki líka markmið hagsmunasamtaka og ráðuneytis? Er þjóðin ekki sjálf sammála þessu markmiði?

 

Þroskuð umræða

Því verður ekki mótmælt með rökum að hagsmunasamtök í íslenskum sjávarútvegi hafa í heildina sýnt það í verki að þau vilja styðjast við þekkingu vísindamanna, þegar um nýtingu fiskistofna er að ræða. Helstu hagsmunasamtök í sjávarútvegi á Íslandi hafa tekið miklu ábyrgari afstöðu til ráðgjafar vísindamanna en hægt er að benda á í nágrannalöndum okkar. Íslendingar sjá miklu betur samhengið á mill þess að umgangast auðlindir sjávar af hæfilegri varúð annars vegar og framtíðarhagsmuna hins vegar en aðrar þjóðir, þar sem sjávarútvegur hefur miklu minna vægi. Í greininni gera flestir sér ljóst að eigin framtíðar hagsmunir ráðast af því að vel sé að nýtingu auðlinda staðið og vilja því fara að öllu með gát. Það ríkir eining um að nýta þetta ágæta tæki sem Hafrannsóknastofnunin er fyrir hagsmuni sjávarútvegsins – og þar með þjóðarinnar – til langrar framtíðar.

 

Önnur vistun

Það er mikil einfeldni á bak við það sjónarmið að Hafrannsóknastofnun sé betur  kominn í öðru ráðuneyti. Halda einhverjir að ef stofnunin yrðri vistuð undir menntamála- eða umhverfisráðuneytinu að þeir aðilar, sem þá yrðu kallaðir að stjórn stofnunarinnar, hefðu engin markmið varðandi rekstur hennar? Halda menn að aukin áhrif umhverfisverndunarsinna eða hreinræktaðra akademikara myndu verða hlutlaus ? Auðvitað ekki. Breytt fyrirkomulag myndi hafa einhver áhrif en ekki í átt til aukinnar hagsældar samfélagsins. Hafrannsóknastofnun myndi auðvitað áfram gagnast samfélaginu en ekki jafn vel og nú. Ég leyfi mér því að kalla þessar hugmyndir um breytta vistun Hafrannsóknastofnunar arfavitlausar. 

 
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.