Veftré     Fyrirspurnir   


Áhugavert efni

Tengdar greinar
Aðalfundur 2007
Announcement
Fjárfestingartækifæri í þróunarlöndum
Aðalfundur ICFA
63. Fiskiþing 2004
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Frá 63. Fiskiþingi
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
NKO fundur á Akureyri
Listin að segja “rétt” frá
NKO fundur á Akureyri
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Rússland stækkandi fiskmarkaður
Sjávarútvegsráðherra í heimsókn hjá Fiskifélagi Íslands
Leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar
Dagskrá 64. Fiskiþings
Ályktun 64. Fiskiþings 2005
Að loknu 64. Fiskiþingi
Þorskeldisráðstefna
Greenpeace gerir úttekt á breskum smásölukeðjum
Seafood and Health 2005
Aðalfundir
Faxaflóaferð skólaskipsins
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Af 62. Fiskiþingi
"Hættulegur eldislax"
Færeyska fiskiveiðistjórnunarkerfið
Bioterrorism Act of 2002
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Rannsóknir á Sauðárkróki
Dagskrá 65. Fiskiþings
Ályktun 65. Fiskiþings
Maður ársins hjá IntraFish
Fundur um "umhverfismerkingar"
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
66. Fiskiþing 2007
Frá 66. Fiskiþingi
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Fiskveiðar og dýravernd

Í norska blaðinu Fiskaren frá miðjum ágústmánuði 2007 má lesa í fyrirsögn: "Umræður um dýravernd verður að taka alvarlega". Þar er m.a. rætt við Lindu Hansen hjá "Fiskeriforskning" og haft eftir henni að taka þurfi umræðu um dýravernd í sambandi við fiskveiðar og fiskeldi alvarlega. Að öðrum kosti geti það valdið sjávarútvegi vandræðum úti á mörkuðunum.

Í greininni er gerð grein fyrir því að æ oftar beri á umræðu um að fiskur finni til og að þess vegna þurfi að huga að siðferðilegum atriðum varðandi fiskveiðar. Hefur fiskur ekki siðferðilegan rétt til þess að litið sé á hann sem dýr en ekki afurð?

Þessi grein minnir vitaskuld á umræðu um hval- og selveiðar og þeir sem hafa lifibrauð sitt af fiskveiðum verða að hyggja að þessum málum og gera upp hug sinn um hvernig við eigi að bregðast. T.d. hefur það verið í tísku undanfarín ár að sleppa laxi, sem tekist hefur að krækja í í ánnum okkar, til þess að geta krækt í hann aftur. Þetta er að mun að mati Lindu verða gagnrýnt í vaxandi mæli og beinlínis verða kallað ill meðferð á dýrum.

Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hversu vitlaus þessi umræða er en það er hins vegar öruggt að innan sjávarútvegsins þurfa menn að gera sérgrein fyrir því hvernig við eigi að bregðast við umræðu af þessu tagi. 
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.