Veftré     Fyrirspurnir   


Fleiri Pistlar

Tengdar greinar
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
Listin að segja “rétt” frá
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Seafood and Health 2005
“Stórhættulegur” eldislax
Hvenær er fallegt fallegast?
Óðurinn til fáfræðinnar
“Hvalveiðar eins og að skjóta á húsdýr”
Misskilningur um afstöðu til hvalveiða
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?

14. febrúar 2006
JSK

Í janúartölublaði Fishing News International er fjallað um ágreiningsmál sem komið er upp á vesturströnd Kanada um hvað sé raunverulega mikilvægt fyrir íbúa British Columbia: fullkomin líffræðileg fjölbreytni laxastofnsins eða hagkvæm nýting hans.

Fraser áin er ein stærsta laxveiðiá Kanada og síðast ár var veiðin aldrei opnuð vegna þess að fyrstu laxagöngurnar voru óvenju seinar og blönduðust við aðrar veikari göngur.  Það er þekkt að um er að ræða mismunandi laxastofna sem ganga í ánna.  Sumir vísindamenn og svo kallaðir umhvefisverndarsinnar telja að mikilvægara sé að vernda líffræðilega fjölbreytni laxastofnanna heldur en að halda ánni opinni fyrir veiðum.  

Sú veika ganga sem mest hefur verið fjallað um gengur í Cultus vatnið sem tengist ánni.  Þar á laxinn undir högg að sækja vegna vatnakarfa sem leggst á laxaseiðin og þörungagróðurs, sem m.a. er tilkominn vegna mikillar byggðar í kringum vatnið.  Samtök veiðimanna hafa boðist til að veita háum upphæðum til að byggja upp þennan veika stofn, m.a. með því að halda vatnakarfanum í skefjun og setja upp langtíma áætlun til að minnka þörungagróðurinn í þeirri von að þannig sé hægt að auka við nýtingartímann.  Það er skoðun veiðimannanna að það sé ekki vegna ofveiði sem stofninn er veikur, heldur vegna breytinga á búsvæði hans. 

Yfirvöld hafa hafnað tilboðum samtaka veiðimanna og vilja frekar einbeita sér að friðunaraðgerðum. 

 
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.