Veftré     Fyrirspurnir   


Fleiri Pistlar

Tengdar greinar
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
Listin að segja “rétt” frá
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Seafood and Health 2005
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
Hvenær er fallegt fallegast?
Óðurinn til fáfræðinnar
“Hvalveiðar eins og að skjóta á húsdýr”
Misskilningur um afstöðu til hvalveiða
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


“Stórhættulegur” eldislax

Pétur Bjarnason
12. ágúst 2003

Í fréttum undanfarið má heyra um efnamengaðan lax á markaði í Ameríku. Marka má að fréttirnar séu unnar á vegum alþjóðlegra umhverfissamtaka og að þær byggi á bandarískri skýrslu.

Í Fréttablaðinu 6. ágúst s.l. er vitnað í Guðjón Atla Auðunsson, hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sem er einn viðurkenndasti vísindamaður Norðurlanda á þessu sviði. Þar kemur fram að höfundar skýrslunar hafi auðsýnilega farið langt út fyrir ramma vísindanna og virðast fjarri því að vera vandir að virðingu sinni. Íslenskur eldislax, sem m.a. var rannsakaður, sé t.d. sextugfalt undir PCB mörkum bandarískra matvæla- og lyfjaeftirlitsins og því fjarri lagi að ráða fólki frá neyslu hans eins og gert er í skýrslunni.

Þessar fréttir um hugsanleg vofeifleg örlög þeirra sem borða fiskmeti eru því miður ekki einsdæmi. Þær eru líka sláandi dæmi um málflutning ýmissa umhverfissamtaka, sem endanlega hafa höndlað "sannleikann" og hafa stöðugt vaxandi áhrif á almenningsálitið og ákvarðanir á alþjóðlegum vettvangi. Þessar fréttir eru líka þörf áminning til þeirra, sem nýta náttúrulegar auðlindir, eins og Íslendingar gera, að láta "sannleika" öfgafullra umhverfisverndarsamtaka ekki vera það eina sem heyrist í fréttum.

Íslenskur sjávarútvegur þarf að vera virkur í fréttamiðlun og þar er þekking sem finna má m.a. innan Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins mikilvæg veganesti.
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.