Veftré     Fyrirspurnir   


Fleiri Pistlar

Tengdar greinar
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
Listin að segja “rétt” frá
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Seafood and Health 2005
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
“Stórhættulegur” eldislax
Hvenær er fallegt fallegast?
Óðurinn til fáfræðinnar
“Hvalveiðar eins og að skjóta á húsdýr”
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Misskilningur um afstöðu til hvalveiða

Pétur Bjarnason
26. september 2003

Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunar ritar hógværa og yfirlætislausa grein í Morgunblaðið í byrjun september til þess að skýra afstöðu samtakanna til hvalveiða. Þetta var þörf grein sem sýnir að Samtök ferðaþjónustunar hafa hófsama og ábyrga stefnu varðandi hvalveiðar og sambúð þessara atvinnugreina framvegis. Greinin getur án efa hjálpað til við að eyða þeim misskilningi “sem orðið hefur vart varðandi málflutning Samtaka ferðaþjónustunar” eins og Erna orðar það í grein sinni.

Ég ætla Ernu ekki annað en að meina það sem fram kemur í grein hennar. Hins vegar tel ég rétt að benda á að meintur “misskilningur” er ekki alveg sjálfsprottinn. T.d. er tilfinningaþrungin fyrirsögn sem höfð var eftir Ernu í Fréttablaðinu  nýlega um að hvalveiðar væru eins og að skjóta húsdýr ekki í anda þeirrar skynsömu stefnu ferðaþjónustunar sem fram kemur í greininni. Og með tilliti til þess sem segir í grein Ernu að  það séu “ekki hagsmunir ferðaþjónustunar að fréttir af hvalveiðum séu meðhöndlaðar með þessum hætti – þverrt á móti.” þá kemur kappsemi forráðamanns eins hvalaskoðunarbátsins á óvart þegar hann leggur á sig ómælt erfiði –þverrt á eigin hagsmuni - til að sýna erlendum fréttamönnum og ljósmyndurum sem best þegar hvalir eru drepnir.

Samtök ferðaþjónustunar verða eins og aðrir að lokum dæmd af verkum sínum fremur en orðum. Vonandi munu sjávarútvegur - þ.m.t. hvalveiðar - og ferðaþjónustan vinna saman á góðum nótum í framíðinni og ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu. Misskilningur eins og sá sem Erna vill uppræta með grein sinni mun ekki skapast nema athafnir ferðaþjónustaðila gefi tilefni til. Það þurfa ferðaþjónustuaðilar að átta sig á.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í september 2003.
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.