Veftré     Fyrirspurnir   


Fleiri Pistlar

Tengdar greinar
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
Listin að segja “rétt” frá
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Kvótakerfi og byggðamál
Seafood and Health 2005
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
“Stórhættulegur” eldislax
Hvenær er fallegt fallegast?
Óðurinn til fáfræðinnar
“Hvalveiðar eins og að skjóta á húsdýr”
Misskilningur um afstöðu til hvalveiða
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Brottkastið

Þessa dagana er brottkast fisks í kastljósinu vegna umfjöllunar í norsku sjónvarpi.  Allir þekkja umræðuna um brottkastið hér á landi ekki síst eftir umfjöllun Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fyrrverandi fréttamanns og núverandi alþingismanns, en sú umfjöllun leiddi meira að segja til dómsmáls.  Rauði þráðurinn í umfjöllun Magnúsar var sá að orsök brottkastsins væri kvótakerfið.  Kerfið væri svo vont og sjúkt að saklausir sjómenn hefðu ekkert val um annað en að henda fiski fyrir borð.  Þannig hefur brottkastið alltaf verið tengt kvótakerfinu og hefur mátt skilja það þannig að um sé að ræða hlut sem sé nýlega tilkominn og hafi heldur ágerst með árunum.

Í bókasafni Fiskifélagsins kennir ýmissa grasa.  Þar má m.a. finna skýrslu um hraðfrystiiðnað Íslands sem atvinnumálaráðuneytið gaf út árið 1950.  Tilurð skýrslunnar er sú að ríkisstjórnin réði bandaríska fyrirtækið Cooley Associates til að taka út íslenskan fiskiðnað, gera athugasemdir og gefa ráðlegginar.  Fjórir starfsmenn fyrirtækisins komu til Íslands og gerðu víðreist um landið, hittu ráðamenn og forustmenn í iðnaðinum.  Loks gáfu þeir út fyrrnefnda skýrslu sem er um margt fróðleg um fiskveiðar og fiskvinnslu á Íslandi um miðja síðustu öld.

Í skýrslunni má lesa þetta:

“ Í þessu sambandi er vert að athuga það, að norsk fiskiskip eyðileggja nærri jafnmikið og þau afla, vegna þess að helmingi aflans er fleygt í sjóinn aftur, af því að hann er of smár til verkunar.  Þessi fiskur er dauður, og er þessi eyðsla mikið alvörumál. “ 

Síðar má lesa þetta:  “ Íslenzkir fiskimenn viðurkenna, að þeir fleygi milli 15 og 25 % af aflanum.”

Þetta er athyglisvert því samkvæmt þessu virðist sem brottkastið hafi komið á undan kvótakerfinu gagnstætt því sem oft er haldið fram.

Stuðningsmenn kvótakerfisins halda því fram að það hafi átt stjóran þátt í að bæta nýtingu og meðferð aflans.  Menn gera sér grein fyrir því að auðlindin er takmörkuð og nauðsynlegt er að ná sem mestum verðmætum út úr henni.  Í skýrslunni er að finna þessa lýsingu á meðferð aflans:

“Bátafiskurinn er afbragð að gæðum, þegar hann kemur á land, en þá tekur við grimmileg meðferð.

Fiskurinn er :

 1. Goggaður upp úr bátnum á bryggjuna.
 2. Goggaður frá bryggjunni á bíl.
 3. Fluttur á bíl í aðgerðarhús.
 4. Sturtað á gólfið.
 5. Goggaður upp á aðgerðarborðið, hrogn og lifur tekin úr honum.
 6. Vaskaður í keri upp úr blóðugu, óhreinu vatni.
 7. Goggaður úr vaskinu á gólfið.
 8. Skilinn þar eftir alla nóttina.
 9. Aftur goggaður upp á bíl að morgninum.
 10. Síðan fluttur aftur yfir vigt, og til hússins, þar sem hann er flakaður, frystur eða saltaður.
 11. Sturtað á gólfið í vinnslustöðinni.

Auk þess sem þessi meðferð er kostnaðarsöm, spillir hún hinum miklu gæðum hins nýveidda fisks.”

Eftir lestur skýrslu Cooley og félaga er ekki annað hægt en að gleðjast yfir þeim árangri sem náðst hefur í íslenskum sjávarútvegi hvort sem það er fiskveiðistjórnunarkerfinu að þakka eða einhverju öðru.

JSK

 
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.