Veftré     Fyrirspurnir   


Fleiri Pistlar

Tengdar greinar
Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð
Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk
Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum
Listin að segja “rétt” frá
Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri
Nýir bjargvættir?
Seafood and Health 2005
Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?
“Stórhættulegur” eldislax
Hvenær er fallegt fallegast?
Óðurinn til fáfræðinnar
“Hvalveiðar eins og að skjóta á húsdýr”
Misskilningur um afstöðu til hvalveiða
Brottkastið
Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?
Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?
Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti
Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Fiskveiðar og dýravernd
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar


Kvótakerfi og byggðamál
Pétur Bjarnason
20. janúar 2005

 Kostir og gallar þeirrar fiskveiðistjórnunar, sem við búum við, virðast óþrjótandi umræðuefni, þótt sjávarútvegsráðherra hafi bent á að sú umræða sé að baki og nú eigi að snúa sér að öðrum viðfangsefnum. Það er þó ljóst að margir eru ósáttir við aflamarkskerfið sem við búum við og mun svo verða. Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að ég tel að við búum við betra kerfi en nokkur hefur getað bent á en innan Fiskifélags Íslands, þar sem ég starfa, finnast gagnstæðar skoðanir.

Þótt allt sem máli skipti hafi sjálfsagt verið sagt finnst mér ástæða til þess að nefna tvö atriði, sem ég vildi gjarnan fá rökstutt svar gegn, ef þau finnast. Í fyrsta lagi finnst mér úr öllu samhengi að tala annars vegar um kvótakerfi og hins vegar um sóknarmark, Sóknarmark og aflamark eru hvoru tveggja kvótakerfi – skömmtunarkerfi. Í öðru tilfellinu er verið að skammta ákveðið magn af fiski, sem veiða má, og í hinu ákveðna daga sem stunda má veiðar. Ég ætla ekkert að gera grein fyrir þeim muni, sem á þessum kerfum er og hverjir eru kostir þeirra og gallar, heldur aðeins að benda á að bæði kerfin eru kvótakerfi og margir gallar eru þeim sameiginlegir.

Hitt sem ég vildi minna á er sú marg tuggða staðhæfing að aflamarkskerfið hafi farið illa með byggðalög og hafi stuðlað að eyðingu sumra þeirra. Ég þarf að sjá betri rök en ég hef hingað til séð til þess að taka undir þessa kenningu. Er einhver í landinu sem trúir því að ekki þurfi að takmarka sókn í fiskistofna? Er einhver sem með gildum rökum getur bent á að eitthvað annað veiðistjórnunarkerfi hefði tryggt betur búsetu, jafnframt því að skapa skilyrði fyrir lífvænleg fyrirtæki? Ég hef ekki tekið eftir því.

 Staðreyndin er sú að þegar grípa þarf til skömmtunar á aðgangi að veiðum – sama hvernig farið er að því – komast einhverjir aðilar í þá stöðu að geta tekið ákvarðanir sem varða framtíð búsetu á ákveðnum stöðum. Þegar sú staðreynd blasir við til viðbótar að rekstrareiningar þurfa að stækka til þess að geta staðið undir þeim lífskjörum sem gerð er krafa um, bitnar það óhjákvæmilega á einhverjum byggðalögum. Við þessar staðreyndir byggju menn á sama hátt, þótt veiðum væri stjórnað með sóknarmarki eða öðrum þeim aðferðum sem nefndar hafa verið.

Með þessu er ég ekkert að forsmá vanda þeirra byggðalaga, sem þróunin hefur bitnað á og ég tel það samfélagslegt verkefni að bregðast við þeim vanda. Ég hef hins vegar miklar efasemdir um, að það verkefni eigi að fela sjávarútveginum, þegar það er augljóst að það bitnar á þeim lífskjörum sem við búum og viljum búa við.

Ég vek á því athygli að þótt ég styðji aflamarkskerfi er ég ekki í þessari grein að tala fyrir því sérstaklega. Ég er að benda á að aflamark og sóknarmark eru tveir valkostir kvótakerfa og byggðaleg áhrif  beggja eru þau sömu. Samanburður á göllum og kostum aflamarks og sóknarmarks er annað mál. 

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. janúar 2005
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.