Veftré     Fyrirspurnir   


Fréttir frá 2002
Yfirlýsing

Tengdar greinar
Fundur um færeyska fiskidagakerfið


61. Fiskiþing 2002

 
Föstudaginn 3. maí
n.k. verður 61. Fiskiþing haldið á Grand Hótel
í Reykjavík. Fiskiþing er eins og undanfarin ár haldið í tveimur hlutum. Annars vegar er þingið aðalfundur félagsins. Sá hluti hefst kl. 10:30 og mun ljúka fyrir hádegið. Hinn hlutinn er málstofa um sjávarútvegsmál og mun sá hluti hefjast kl. 13:30. Sá hluti er öllum opinn.

Þema þingsins er hvaða verkefni bíða íslensks sjávarútvegs í hinni alþjóðlegu umræðu um nýtingu auðlinda hafsins. Fengnir hafa verið tveir sérfræðingar erlendis frá til þess að fjalla um þetta mál. Annar þeirra dr. Grímur Valdimarsson, sem hefur starfað hjá FAO undanfarin ár við góðan orðstýr. Grímur hefur verið hvetjandi þess að íslenskur sjávarútvegur taki meiri þátt í að móta alþjóðlega umræðu á þessu sviði og er ekki að efa að eftir hans málflutningi verður tekið. Hinn sérfræðingurinn sem fengin hefur verið erlendis frá er Justin LeBlanc. Justin LeBlanc er framkvæmdastjóri ICFA (International Coallation of Fisheries Associations). Höfuðstöðvar þeirra samtaka eru í Washington skammt frá Pentagon, sem ásamt tvíburaturnunum í New York varð fyrir hrottalegri hryðjuverkaárás þann 11. September s.l. eins og alkunna er. Sá atburður hefur valdið straumhvörfum í öllu alþjóðlegu samstarfi og mun Justin LeBlanc rýna í þau straumhvörf og greina hvert stefnir. Þá er ekki síður ástæða til að benda á erindi Arna Bjarnasonar nýkjörins forseta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands um umgengni við auðlindina, en þau mál eru og verða í brennidepli.

Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf verður dagskrá sem hér segir.

 1. Setning
  Pétur Bjarnason formaður félagsins
 2. Ávarp
  Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra
 3. Þáttur fyrirtækja í þróun fiskimála
  dr. Grímur Valdimarsson, FAO
 4. The end of Globalization? A return to Protectionism in the USA
  Justin Leblanc, ICFA
 5. Umgengnin við auðlindina – sjónarmið skipstjórnarmanns
  Árni Bjarnason, FFSÍ
 6. Bioterrorism post September 11.
  Justin Leblanc, ICFA
 7. Þingslit (um kl. 17)

Frekari upplýsingar veitir Pétur Bjarnason framkvæmdasjóri Fiskifélags Íslands í síma 894 0333.
Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.