Veftré     Fyrirspurnir   


Fréttir frá 2002
Yfirlýsing

Tengdar greinar
61. Fiskiþing 2002


Fundur um færeyska fiskidagakerfið

Fiskifélag Íslands stóð fyrir fundi um færeyska fiskidagakerfið miðvikudaginn 6. mars. Mjög góð mæting var á fundinn sem haldin var á Grand hótel Reykjavík.

Á fundinum fjallaði Halldór R. Gíslason frá Fiskifélagi Íslands um færeyska fiskidagakerfið, Eyðfinnur Finnsson sérfræðingur í færeyska sjávarútvegsráðuneytinu talaði um reynsluna af fiskidagakerfinu og loks talaði Kristján Þórararinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ og varaformaður stjórnar Fiskifélags Íslands, um hvernig færeyska kerfið myndi henta við íslenskar aðstæður. Heitar og skemmtilegar umræður mynduðust um málefnið og ljóst er að menn hafa miklar skoðanir á þessu kerfi sem Færeyingar búa við.
Þá samdi Halldór R. Gíslason veglega skýrslu um fiskidagakerfið í Færeyjum sem hægt er að panta
hér og kostar hún 3.000- kr.

Hér að neðan má finna glærur úr fyrirlestrunum.

Fyrirlestur Halldórs

Fyrirlestur Kristjáns

Fyrirlestur Eyðfinns

 Viðhengi
Erindi Halldórs

Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.