Veftré     Fyrirspurnir   


Fyrirkomulag ferða
Myndasíða

Skólaskipið Dröfn
  

Nemendum í tveimur elstu bekkjum grunnskólanna hefur undanfarin ár verið boðið upp á kynnisferð með hafrannsóknaskipinu Dröfn. Í ferðinni eru nemendur fræddir um sjávarútveg og viskerfi hafsins; trolli er dýft í sjóinn og nemendur kanna aflann undir leiðsögn fiskifræðings. Þetta verkefni er unnið í samvinnu Fiskifélagsins, Hafrannsóknastofnunar og sjávarútvegsráðuneytisins.

Sjávarútvegsráðuneytið og Alþingi hafa fjármagnað þessa útgerð, sem nýtur mikilla vinsælda. Eftirspurn nemenda og skóla hefur verið langt umfram það sem hægt hefur verið að sinna og langur biðlisti á hverju ári. Það er Fiskifélagin ánægjuefni að sinna þessu verkefni enda mikilvægt að ungmenni landsins njóti einhverra leiðsagnar um sjávarútveg, sem þau flest hver færu annars á mis við.Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.