Veftré     Fyrirspurnir   


Fleiri Pistlar

Pistlar
Yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar
Þann 7. ágúst s.l. undirrituðu EInar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri og Pétur Bjarnason undir yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar, sem Fiskifélagið og aðildarfélög þess hafa unnið að undanfarna mánuði. Hægt er að fá yfirlýsinguna hjá Fiskifélaginu hvort sem er á pappír eða í netpósti.

Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiði á næsta fiskveiðiári og ákvörðun ráðherra í kjölfar hennar hefur vakið margvísleg viðbrögð. Eðlilega hafa talsmenn fyrirtækja og byggða velt fyrir sér afleiðingum þessa samdráttar en ég hefði jafnframt viljað sjá þessa aðila hugleiða þá stöðu, sem fyrirtæki og byggðir verða í til frambúðar, verði ekki farið eftir tillögum stofnunarinnar. En það er annað sem ég ætla að fjalla um hér.


Lesa meira >>


Fiskveiðar og dýravernd

Í norska blaðinu Fiskaren frá miðjum ágústmánuði 2007 má lesa í fyrirsögn: "Umræður um dýravernd verður að taka alvarlega". Þar er m.a. rætt við Lindu Hansen hjá "Fiskeriforskning" og haft eftir henni að taka þurfi umræðu um dýravernd í sambandi við fiskveiðar og fiskeldi alvarlega. Að öðrum kosti geti það valdið sjávarútvegi vandræðum úti á mörkuðunum.


Lesa meira >>


Er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bregðast?

Pétur Bjarnason
5. júní 2007

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiði næsta fiskveiðiárs veldur eðlilega miklum ugg.  Áfram er sú vísa kveðinn – ef marka má umræður í fjölmiðlum fyrstu dagana eftir að ráðgjöf þessa árs birtist - að þrátt fyrir ráðgjöf stofnunarinnar um langa hríð hafi ekki tekist að byggja upp þorskstofninn og því þurfi að leita annarra leiða.
Lesa meira >>


Læra af Íslendingum að bregðast við brottkasti

Pétur Bjarnason
16. mars 2007

Í “Yrkesfiskaren” , blaði sænsku sjómannasamtakanna, 5. tölublaði þessa árs má lesa eftirfarandi pistil: 

“Sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins, sem hvetur til brottkasts þúsunda tonna af dauðum fiski, er siðferðilega röng og hana þarf að bæta. Þetta sagði Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópubandalagsins um miðjan febrúar við blaðið Financial Times (FT).
Lesa meira >>


Hval- og togveiðibann - fyrir hverja?

Pétur Bjarnason
11. janúar 2007

Umdeild ákvörðun Einars Kr. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa hvalveiðar s.l. sumar vakti athygli og deilur. Engin gat átt von á öðru. Hitt vakti meiri furðu að andstaða Íslands á vettvangi SÞ við tillögu um að banna togveiðar á djúpsævi vakti einnig deilur. Öflugir íslenskir stjórnmálamenn, sem greinilega höfðu ekki kynnt sér málin, töluðu um að þarna hefði hjá garði farið gott tækifæri Íslendinga til þess að sýna jákvæða afstöðu í umhverfismálum.
Lesa meira >>


Líffræðileg fjölbreytni eða fiskveiðar?

14. febrúar 2006
JSK

Í janúartölublaði Fishing News International er fjallað um ágreiningsmál sem komið er upp á vesturströnd Kanada um hvað sé raunverulega mikilvægt fyrir íbúa British Columbia: fullkomin líffræðileg fjölbreytni laxastofnsins eða hagkvæm nýting hans.
Lesa meira >>


Seafood and Health 2005

JSK
15. desember 2005

Dagana 5. – 7. desember s.l. var haldin ráðstefna í Washington DC um heilnæmi sjávarafurða.  Íslenska sjávarútvegsráðuneytið var einn af stuðningsaðilum ráðstefnunnar. Það var dágóður hópur frá Íslandi sem mætti á ráðstefnuna og var starfsmaður Fiskifélagsins meðal þeirra.  Ráðstefnan var vel sótt og voru ráðstefnugestir eitthvað á fjórða hundraðið. 
Lesa meira >>


Kvótakerfi og byggðamál
Pétur Bjarnason
20. janúar 2005

 Kostir og gallar þeirrar fiskveiðistjórnunar, sem við búum við, virðast óþrjótandi umræðuefni, þótt sjávarútvegsráðherra hafi bent á að sú umræða sé að baki og nú eigi að snúa sér að öðrum viðfangsefnum. Það er þó ljóst að margir eru ósáttir við aflamarkskerfið sem við búum við og mun svo verða. Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að ég tel að við búum við betra kerfi en nokkur hefur getað bent á en innan Fiskifélags Íslands, þar sem ég starfa, finnast gagnstæðar skoðanir.
Lesa meira >>


Nýir bjargvættir?

Pétur Bjarnason
21. desember 2004

Í norska blaðinu Fiskaren 12. nóvember s.l. er sagt frá því að WWF (World Wide Fund for Nature) hafi náð þeim áfanga að fá áheyrnaraðild að NEAFC sem er svæðisbundin stofnun sem hefur með fiskveiðistjórnun í Atlantshafi norðaustanverðu að gera. Í bréfi sem fulltrúi samtakanna ritar í Fiskaren bendir hann á mikilvægi þess að þrýstihópar eins og WWF séu til staðar, þar sem verið er að semja um fiskveiðistjórnun, og að þau samtök og önnur á því sviði séu nauðsynleg til þess að vega upp þá mikllu áherslu, sem hagsmunasamtök í greininni leggja á arðsemi.
Lesa meira >>


Neðansjávarmyndavél Háskólans á Akureyri

Pétur Bjarnason
13. október 2004

Í desember 2001 hélt Fiskifélag Íslands fjölmennan fund um veiðarfæri og veiðarfærarannsóknir. Frummælendur voru sérfræðingar í faginu og urðu fjörugar umræður. Ein klár niðurstaða fundarins var – og sú skoðun hefur oft komið fram - að auka þyrfti rannsóknir á sviði veiðarfæra til þess að þekkja betur umhverfisáhrif þeirra og geta þróað valhæfni þeirra. Framtíðarmarkmið þess verks yrði að útbúa veiðarfæri sem sköðuðu umhverfið sem minnst og veiddi aðeins þá fiska sem ætlunin væri að veiða. Vitaskuld verður löng leið að ná því markmiði en um það er víðtæk samstaða að reyna. 
Lesa meira >>


Listin að segja “rétt” frá

Pétur Bjarnason
19. ágúst 2004

Í leiðara ágústheftis tímaritsins “IntraFish”, sem gefið er út í Noregi er fjallað um viðbrögð fjölmiðla í Bretlandi við ábendingum, sem opinber stofnun þar í landi “Food Standard Agency” (FSA) birti nýlega, um í hve miklu mæli ráðlegt er að borða feitan fisk.  Þessar ábendingar fela það m.a. í sér að ekki sé ráðlegt að borða feitan fisk eins og síld, makríl, lúðu, silung og lax oftar en fjórum sinnum í viku.
Lesa meira >>


Umhverfismerktar sjávarafurðir í vandræðum

JSK
28. maí 2004

Í maí  blaði IntraFish kemur fram að þýski matvælaframleiðandinn FROSTA AG, sem framleiðir frystar sjávarafurðir, hefur endurskoðað stefnu sína varðandi notkun á MSC (Marine Stewardship Council) umhverfismerkinu.  Í janúar 2003 ákvað Frosta að bjóða eingöngu MSC merktar vörur, en hefur nú endurskoðað þá ákvörðun vegna þess að salan brást og tilkostnaðurinn varð meiri heldur en búist var við. 
Lesa meira >>


Ótímabærar fregnir af útrýmingu þorsk

Pétur Bjarnason
25. maí 2004

Í leiðara norska blaðsins “Fiskaren” 14. maí er fjallað um nýlega skýrslu WWF (Alþjóðanáttúrverndarsjóðsins) um væntanleg dapurleg örlög síðasta þorsksins. Í skýrslunni er að sögn “Fiskarens” staðhæft að svo kunni að fara að þorskstofnar heimsins líðu undir lok innan 15 ára.
Lesa meira >>


Umfangsmikið stjórnunar- og eftirlitskerfi í Svíþjóð

Pétur Bjarnason
19. apríl 2004

Í leiðara 7. tölublaðs ársins í “Yrkesfiskaren”, sem er blað sænsku sjómannasamtakanna,  er fjallað um hið opinbera skrifræðis- og eftirlitskerfi sem sænskur sjávarútvegur býr við.
Lesa meira >>


Er “umhverfishyggð” Íslendinga að minnka?

Pétur Bjarnason
31. mars 2004
 
Sennilega var það tilviljun að það bar upp á svipaðan tíma að kynnt var í fjölmiðlum niðurstaða rannsóknar um að umhverfishyggja Íslendinga væri að minnka og að leiðrétta þurfti fulltrúa svokallaðra umhverfisverndarsinna oftar en einu sinni um hvað birst hafði opinberlega um hvalarannsóknir Íslendinga 1986 til 1989 þegar stundaðar voru vísindaveiðar á hval við Ísland.

Lesa meira >>


Brottkastið

Þessa dagana er brottkast fisks í kastljósinu vegna umfjöllunar í norsku sjónvarpi.  Allir þekkja umræðuna um brottkastið hér á landi ekki síst eftir umfjöllun Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fyrrverandi fréttamanns og núverandi alþingismanns, en sú umfjöllun leiddi meira að segja til dómsmáls.  Rauði þráðurinn í umfjöllun Magnúsar var sá að orsök brottkastsins væri kvótakerfið.  Kerfið væri svo vont og sjúkt að saklausir sjómenn hefðu ekkert val um annað en að henda fiski fyrir borð.  Þannig hefur brottkastið alltaf verið tengt kvótakerfinu og hefur mátt skilja það þannig að um sé að ræða hlut sem sé nýlega tilkominn og hafi heldur ágerst með árunum.
Lesa meira >>


Misskilningur um afstöðu til hvalveiða

Pétur Bjarnason
26. september 2003

Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunar ritar hógværa og yfirlætislausa grein í Morgunblaðið í byrjun september til þess að skýra afstöðu samtakanna til hvalveiða. Þetta var þörf grein sem sýnir að Samtök ferðaþjónustunar hafa hófsama og ábyrga stefnu varðandi hvalveiðar og sambúð þessara atvinnugreina framvegis. Greinin getur án efa hjálpað til við að eyða þeim misskilningi “sem orðið hefur vart varðandi málflutning Samtaka ferðaþjónustunar” eins og Erna orðar það í grein sinni.
Lesa meira >>


“Hvalveiðar eins og að skjóta á húsdýr”

Pétur Bjarnason
29. ágúst 2003

Ofangreind fyrirsögn, sem ég sá nýlega í Fréttablaðinu og var höfð eftir forystumanni í ferðaþjónustinni, vakti athygli mína. Þótt ætla mætti að fyrirsögnin lýsti skilningi viðkomandi á því að hvalveiðar lúta að mörgu leyti sömu lögmálum og búrekstur er ég smeykur um að sá skilningur hafi ekki verið efst í huga þess sem orðin voru höfð eftir.

Lesa meira >>


“Stórhættulegur” eldislax

Pétur Bjarnason
12. ágúst 2003

Í fréttum undanfarið má heyra um efnamengaðan lax á markaði í Ameríku. Marka má að fréttirnar séu unnar á vegum alþjóðlegra umhverfissamtaka og að þær byggi á bandarískri skýrslu.
Lesa meira >>


Óðurinn til fáfræðinnar

Pétur Bjarnason
25. apríl 2003

Það velkist enginn í vafa um að þekking á fiskstofnum og vistkerfi hafsins er Íslendingum mikilvæg. Skynsamleg nýting auðlinda hafsins, sem er
undirstaða góðra lífskjara hér á landi, er þessari þekkingu háð. Enda höfum við öfluga stofnun, Hafrannsóknastofnunina, til þess að sinna rannsóknum á þessu sviði og niðurstöður rannsókna eru árlega eða oftar lagðar undir dóm færustu sérfræðinga heimsins. Óháð því hvaða kerfi við notum síðan til þess að stjórna veiðum á Íslandsmiðum þurfum við á þessari öflugu þekkingu að halda.
Lesa meira >>


Hvenær er fallegt fallegast?

Pétur Bjarnason
3. febrúar 2003

Fjölmiðlar hafa nýlega vakið athygli á skýrslu bandarísks og kanadísks sérfræðings um sjálfbærni fiskveiða hjá þjóðum sem veiða í Norðaustur Atlantshafi. Færeyingar koma vel frá þeim samanburði sem rannsókn sérfræðinganna nær til. Af umfjöllun fjölmiðla má draga þá ályktun að þar með séu færðar sönnur á að færeyska stjórnkerfi fiskveiða sé það besta sem völ er á.

Lesa meira >>Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.