Veftré     Fyrirspurnir   


Fyrirkomulag ferða
Myndasíða

Fyrirkomulag ferða

Upplýsingar fyrir nemendur og kennara um kennsluferðir með Dröfn RE-35

 

  1. Skipstjóri/stýrimaður tekur á móti nemendum og kennara / kennurum.
  2. Yfirsýrimaður fer yfir björgunarbúnað skipsins. Gúmmíbáta, bjargbelti o.fl.
  3. Líffræðingur fer yfir helstu einkenni íslenska hafsvæðisins, skýrir hvað á að gera í ferðinni, kynnir Hafró, sýnir myndband o.fl.
  4. Líffræðingur útskýrir fyrir nemendum hvernig sýnatöku til sjós er háttað og sýnir svifþörungaháf, sem hent er út í sjó ef veður og tími leyfa.
  5. Bátsmaður fer yfir helstu veiðarfæri og sýnir líkön af botntrolli og hringnót.
  6. Tækjakostur í brú sýndur og farið yfir það hvernig tækin eru notuð.
  7. Tekin upp krabbagildra og farið yfir hestu einkenni krabba.
  8. Fiskitrolli kastað, farið yfir nokkra hluti þess og sýnt hvernig það virkar.
  9. Nemendur fylgjast með blóðgun og aðgerð fisks, fræðast um helstu innri- og ytri líffæri og mismun tegundanna. Þeir fá svo svuntur og hanska og taka þátt í aðgerðinni með aðstoð áhafnarinnar.
  10. Að síðustu er haldið til hafnar og hópurinn kvaddur.

Þetta getur verið breytilegt á milli ferða.  Þar ræður veður miklu og lengd ferðanna ræðst af  því hvernig það er.

Afar nauðsynlegt er að klæða sig vel, í mjög hlý föt.  Ekki gleyma húfu og vettlingum.  Margir unglingar eiga “Kraftgalla” sem hafa reynst vel og gamla góða lopapeysan gerir alltaf kraftaverk gegn kulda svo og flísfatnaður. 

Verið einnig vel búin til fótanna.

Nemendur geta haft með sér nesti, ef tími vinnst til setjumst við niður í borðsal og fáum okkur nesti.

Bestu kveðjur með ósk um ánægjulega ferð.Fiskifélagsvefurinn er unnin af Origo ehf.